Færsluflokkur: Enski boltinn
27.4.2008 | 18:24
Háspenna
Nú eru spennandi tímar framundan hjá okkur bílstjórum hjá Strætó b/s.
Við vitum nú þegar að það er búið að stytta sumarfríin niður í fjórar vikur það gleymdist að taka með frídaga eins og 17 júní og frídag verslunarmanna og það læðist að manni sá grunur að það hafi verið vísvitandi gert.
Nú bíðum við spennt eftir að sjá hvernig ráðamönnum hefur tekist að rústa restinni af sumarfríum starfsmanna því að þeir gera þetta allt einhliða þó svo að við getum komið og betlað okkur út okkar löglega frí þegar við sjáum hvernig staðan er. Þeir mega þó eiga það að mér skilst að þeir geri sér grein fyrir 25% álaginu sem kemur á orlof utan orlofstíma. Nú kemur líka væntanlega inn hjá okkur eins og í fyrra sumar að við vinnum aðra hvora helgi í stað þess að vinna þriðju hverja eins og við flest gerum annan hluta ársins. En þetta skýrist nú væntanlega nú á allra næstu dögum þvi ég held að verið sé að undirbúa enn eina möppuna til handa vagnstjórum að vinna eftir. Ég fæ ekki alveg séð hvernig þetta fyrirtæki kemst alltaf upp með svona vinnubrögð á meðan ráðamenn borgarinnar rembast við að boða borgina sem fjölskylduvænan vinnustað.
Í síðustu viku fregnaði ég að það stæði til að leggja öllum vögnum sem hægt er að bjóða fólki að ferðast í og vinna á og aka eingöngu á þessum nýjustu svokölluðu strætisvögnum sem ég skil ekki hvernig komast ár eftir ár í gegnum skoðun án athugasemda þrátt fyrir allt of mikil þrengsli í vögnunum t.d. milli sæta og mig langar til að sjá hvernig er umhorfs í þessum vögnum ef skráður farþegafjöldi sem er nálægt 100 manns er í einhverjum þeirra ég vildi örugglega ekki vera einn af þeim.
Um bloggið
Guðmundur I Pétursson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar